Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mættu með dýrin sín í skólann
Fimmtudagur 13. mars 2003 kl. 09:00

Mættu með dýrin sín í skólann

Dýradagur var haldinn í 5. bekk í Stóru-Vogaskóla nú í vikunni. Fjölmargir nemendur komu með gæludýrin sín. Nemendur höfðu áður skrifað ritgerð um dýrin sín. Mátti þar sjá hin ýmsu dýr s.s. gullfiska, mýs, hamstur, dvergkanínu, kanínu, kött og hunda. Þetta varð mjög skemmtileg stund og komu fjölmargir í heimsókn.Við þetta tækifæri voru teknar myndir og má sjá þær með því að smella á heimasíðu bekkjarins.

Frétt af vef Vatnsleysustrandarhrepps.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024