Mæta í fótbolta klukkan sex
„Okkur finnst rosalega gaman í fótbolta,“ sögðu Þórhildur Guðný og Aníta, 10 ára stelpur í Sandgerðisskóla, en þessa dagana mæta þær eldsnemma í knattspyrnuskóla í Reykjaneshöll. Þær vakna klukkan hálfsex og mæta við Sandgerðisskóla um sexleytið og fara þaðan með rútu í Reykjaneshöll. Stelpurnar fá morgunmat þegar þær koma í Reykjaneshöll. Klukkan átta mæta þær síðan í skólann í Sandgerði.
Stelpurnar segjast ekkert vera þreyttar þó þær vakni svona snemma. „Þetta er ótrúlega gaman. Við verðum bara að fara snemma að sofa á kvöldin, þá verður maður ekkert þreyttur á morgnana,“ sögðu þessar hressu fótboltavinkonur, en þær stefna að atvinnumennsku í fótboltanum.
Myndin: Vinkonurnar Þórhildur og Aníta í Sandgerðisskóla í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.