Mælir með næturlífinu í Höfnum

-Hannes Hólm Elíasson svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Hvað ertu að bralla þessa dagana?

Í augnablikinu vinn ég í sprengju- og vopnaleit á Keflavíkurflugvelli en ég er að plana að fara aftur í skóla eftir smá pásu.

 

Hvað finnst þér best við að hafa alist upp á Suðurnesjunum?
Það er án efa menningin og fólkið. Ég hef kynnst yndislegu fólki á mínum árum á Suðurnesjunum og ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt.

 

Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það?
Ég held að það sé bara klassískt að mæla með Bláa lóninu en ég myndi senda alla út í Hafnir fyrir næturlífið og menninguna (djók).

 

Hvað ætlaru að gera í sumar?
Í sumar ætla ég til Spánar með góðum vinum, drekka bjór og hlusta á góða tónlist á Secret Solstice og enda gott sumar í Dalnum á Þjóðhátíð.

 

Hvað finnst þér betur mega fara í bænum?
Það væri helst vegagerð. Það þarf að fylla upp í spor á Reykjanesbrautinni, laga holur og margt fleira.