Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mælir með að aðstoða Fjölskylduhjálp
Miðvikudagur 20. desember 2017 kl. 05:00

Mælir með að aðstoða Fjölskylduhjálp

Þórhalla Gísladóttir er búsett í Keflavík en hún starfar í Gallerí Keflavík. Á hverju ári býr fjölskylda hennar til laufabrauð saman og Þórhalla mælir með því að íbúar rölti niður í bæ á Þorláksmessu og skoði úrvalið í búðunum. Hún hefur áður gefið pakka til Fjölskylduhjálpar og stefnir að því að gera það aftur í ár.

Hvar verður þú um jólin?
„Ég verð líklega heima hjá mér þetta árið með börnunum mínum og nánustu fjölskyldu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ert þú byrjuð að kaupa jólagjafir?
„Ég held ég hafi aldrei verið eins skipulögð í jólagjafa innkaupum! Ég er nánast komin með allt. Planið var að klára gjafirnar fyrir 1. desember en náði því ekki alveg.“

Ert þú með einhverjar hefðir um jólin?
„Það er hefð hjá mér er að gera laufabrauð með fjölskyldunni fyrir jólin og svo er alltaf jólaboð hjá mömmu á jóladag. Annað er aðeins breytilegt frá ári til árs.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
„Það er alltaf tvíréttað hjá okkur á aðfangadag, rjúpur og hamborgarahryggur. Rjúpnalyktin er jólalyktin mín.“

Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin?
„Ég mæli með að kíkja á einhverja tónleika, bæði í kirkjunni og Hljómahöllinni. Allir ættu að rölta niður í bæ á Þorláksmessu og skoða úrvalið í búðunum sem við höfum. Alltaf gaman að vera á röltinu þá og hitta vini og kunningja úti, flestir á síðustu stundu með að klára síðustu jólagjafainnkaupin en allir svo glaðir og komnir í jólaskapið.“

Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig?
„Ég hef gefið pakka í fjölskylduhjálp og hugsa að það verði eitthvað í þeim dúr. Ég veit að þeim vantaði oft fyrir unglinga svo ég mæli með því að skoða það.“