Mæjorkaveður í kastalagarðinum
Leikaðstaða fyrir börn Varnarliðsmanna í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var til fyrirmyndar. Þessi aðstaða er öll enn til staðar og var opnuð í dag á Barnahátíð í Reykjanesbæ. Meðal þess sem börnin gátu notið í dag er kastala-garður sem er innanhúss og þar er Mallorca-veður allan ársins hring.
Það var mikið fjör í kastalagarðinum í dag þegar ljósmyndari Víkurfrétta kom þar við með myndavélina.
Kastalagarðurinn verður aftur opinn þegar Barnahátíðinni í Reykjanesbæ verður framhaldið næsta laugardag.
Kastalagarðurinn er einnig vinsæll til að halda barnaafmælisveislur. Þeir sem vilja leigja garðinn fyrir barnaafmæli geta fengið nánari upplýsingar hjá Langbest2 á Vallarheiði.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson