Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mæðradagsganga Göngum saman sunnudaginn 13. maí kl. 11
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 09:18

Mæðradagsganga Göngum saman sunnudaginn 13. maí kl. 11

Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 13. maí kl. 11. Í Reykjanesbæ verður gengið frá Íþróttaakademíunni og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2 km og rúmir 5 km. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi ganga fer fram í Reykjanesbæ og hvetjum við ALLA til að mæta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á vörum sem hafa verið hannaðar fyrir Göngum saman og má nefna Mundaboli, buff, armbönd ofl.
Þá verða til sölu kaffi og brjóstabollur að göngu lokinni og andvirði þeirra sölu rennur óskertur til Göngum saman.
Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina

Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10. – 13. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna.


Styrktarfélagið Göngum saman
Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna í styrki. Göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.


Meiri upplýsingar um félagið á heimasíðunni www.gongumsaman.is

Fyrir hönd Göngum saman
Anna Lóa Ólafsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Vilbergsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir.