Mæðradagsganga Göngum saman
- sunnudaginn 12. maí kl. 11.
Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí kl. 11. Í Reykjanesbæ verður gengið frá Íþróttaakademíunni og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2 km og rúmir 5 km. Þetta er í annað skipti sem þessi ganga fer fram í Reykjanesbæ og hvetjum við ALLA til að mæta. Þátttaka í fyrra fór fram úr björtustu vonum þegar um 300 manns tóku þátt í göngunni. Vonumst við til að sjá enn fleiri í þetta skiptið. Kaffi og brjóstabollur verða til sölu að göngu lokinni.
Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á vörum sem hafa verið hannaðar fyrir Göngum saman.
Fyrir hönd Göngum saman í Reykjanesbæ,
Anna Lóa Ólafsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Vilbergsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir.