MAÐUR VIKUNNAR ER KETKRÓKUR JÓLASVEINN
Fæ í magann af pizzumog hamborgurum- segir Ketkrókur jólasveinn við VFNafn: Ketkrókur LeppalúðasonFædd/-ur hvar og hvenær: Fyrir þúsund árum í fjöllunumStjörnumerki: BogamaðurAtvinna: jólasveinnLaun: Eitt hangikjötlæri á viku og stundumuppstúf ef Stúfur er slappur.Maki: Er á lausuBörn: Öll börnin í heiminumBifreið: Ferðast um gangandi eða á sleða ef færðin er slæm. Stundum húkka ég mér far.Besti bíll: Land Roverinn hans Jóns bónda í ÞingeyjarsýsluVersti bíll: Volkswagen bjalla, alltof máttlaus fyrirjólasvein eins og migUppáhaldsmatur: Feitt lambakjöt, mergur,slátur og súrmeti.Versti matur: Pizzurusl og hamborgarar,ég fæ í magann af því.Besti drykkur: Spenvolg mjólkSkemmtilegast: Þegar ég næ að krækja mér í feitan bita úr búrinu og að dansa og syngja á jólaböllumLeiðinlegast: Þegar ég var handtekinn í Hagkaup umdaginn og komst ekki með lambalærið út úr búðinni.Gæludýr: KötturHvað kanntu best að meta í fari fólks: Þakklát ogglöð börn og foreldra í jólaskapiEn verst: Fýlupoka og freka krakka og stressaða foreldraDraumastaðurinn: Fjöllin mínFallegasta kona/karl fyrir utan maka: Grýla,mamma mín og Leppalúði er líka langflottasti gæinn.Spólan í tækinu: Batman, ég væri til í að getaflogið og klifrað eins og hann.Bókin á náttborðinu: Vísnabókin, hún er alltaf jafn skemmtileg. Myndirnar af mömmu eru svo vel teiknaðar.Uppáhalds blað/tímarit: Víkurfréttir og JólapósturinnBesti stjórnmálamaðurinn: Mamma. Hún stjórnar mér og bræðrum mínum með harðri hendi. Hún flengir okkur bara ef við erum óþekkir og það finnst mér ekki gaman.Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Stundin okkar. Keli og Ásta eru svo skemmtileg.Uppáhaldskemmtistaður: Allsstaðar sem jólaböll eruhaldin.Þægilegustu fötin: JólasveinabúningurinnFramtíðaráform: Að verða betri jólasveinn ogþægari við mömmu mína.Spakmæli: Sjaldan hef ég flotinu neitað