Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 19:02

Maður vikunnar

Maður vikunnar að þessu sinnu er enginn annar en Finnbogi Kristinsson, tómstundafulltrúi í Vogum. Hann er mikill golfáhugamaður og er þegar farinn að gæla við settið og kominn í gallann! Nafn: Finnbogi Eiríkur Kristinsson. Fædd/-ur hvar og hvenær: 24. maí 1960 í Reykjavík. Stjörnumerki: Tvíburamerkið. Atvinna: Tómstundafulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps. Laun: Aukaatriði. Maki: Sólveig Birgisdóttir. Börn: Finnur, Íris, Kristinn, Annel Helgi og Jóhann Júlíus. Bifreið: Volkswagen Golf 1991. Besti bíll: Alfa Romeo. Versti bíll: Skoda Amigo. Uppáhaldsmatur: Léttsteiktar, gráðostafylltar gæsabringur með olívu kartöflum. Versti matur: Grindarspik. Besti drykkur: Egils sítrónu Kristall. Skemmtilegast í umferðinni: Syngjandi bílstjórar. Leiðinlegast í umferðinni: Rauðu ljósin. Gæludýr: Golfsettið. Skemmtilegast í vinnunni: Vinnuskólinn. Leiðinlegast í vinnunni: Ekkert. Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleika. En verst: Lygi. Draumastaðurinn: Golfvöllurinn á Kálfatjörn. Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Augun. Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Sandra Bullock. Spólan í tækinu: Tímon og Púmba (pabbaljós einokar tækið). Bókin á náttborðinu: Sælgæti úr sjó og vötnum. Uppáhalds blað/tímarit: Suðurnesjablöðin. Besti stjórnmálamaðurinn: Hjálmar og Siv eru langbest. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir. Íþróttafélag: Þróttur Vogum. Uppáhaldskemmtistaður: Fjörukráin. Þægilegustu fötin: Inniskórnir, flíspeysan, joggingbuxur og bolur (það passar því miður ekki alltaf). Framtíðaráform: Hugsa vel um fjölskylduna og vinna pínulítið með því. Spakmæli: Brosum, og þá gengur allt miklu betur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024