Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 22. mars 2000 kl. 14:25

Maður vikunnar

Maður vikunnar að þessu sinni er Sigríður Hjálmarsdóttir, fyrrverandi íþróttafréttamaður á Stöð 2 og háskólanemi. Hún er nýtekin við þjálfun á yngri flokkum kvenna hjá Keflavík.Nafn: Sigríður Hjálmarsdóttir Fædd/-ur hvar og hvenær: Reykjavík, 7. október 1975 Stjörnumerki: Vog Atvinna: Nemi og þjálfari yngri flokka kvenna í knattspyrnu hjá Keflavík Laun: Þokkaleg Maki: Gunnleifur Gunnleifsson Börn: Sandra Björk, 5 ára Bifreið: Mitsubishi Lancer Besti bíll: Lancerinn minn Versti bíll: Enginn Uppáhaldsmatur: Kalkúnn hjá mömmu Versti matur: Krabbar og maísstönglar Besti drykkur: Diet kók Skemmtilegast: Vera með fjölskyldunni Leiðinlegast: Laga til Gæludýr: Kettlingur, Simbi Skemmtilegast í vinnunni: Góð mæting og áhugi Leiðinlegast í vinnunni: Ekkert ennþá Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleika og glaðværð En verst: Illkvittni og óvild Draumastaðurinn: Hawaii Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Hendur Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Sé engan annan Spólan í tækinu: Friends Bókin á náttborðinu: Námsbækur Uppáhalds blað/tímarit: Vogue Besti stjórnmálamaðurinn: Pabbi (Hjálmar Jónsson) Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends Íþróttafélag: Tindastóll og Keflavík Uppáhaldskemmtistaður: Skuggabarinn. Þægilegustu fötin: Náttfötin mín Framtíðaráform: Hamingja fyrir mig og aðra Spakmæli: Skildu við allt í betra horfi en þú tókst við því
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024