Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:16

MAÐUR VIKUNNAR...

Leiðinlegt að taka til og ryksuga Kjartan Steinarsson, bílasali Nafn: Kjartan Steinarsson Fædd/-ur hvar og hvenær: 6. september 1964. Stjörnumerki: Meyja. Atvinna: Bílasali. Laun: Góð. Maki: Guðbjörg Theódórsdóttir Börn:Theódór f. 20. ágúst 1988 og Sigtryggur f. 24. september 1990 Bifreið: MMC Space Star 1999. Besti bíll: MMC Pajero. Versti bíll: Enginn. Uppáhaldsmatur: Skata á Þorláksmessu hjá Fiskþurrkun. Versti matur: Krókódílakjöt Besti drykkur: Pepsi Max Skemmtilegast: Fara erlendis með fjölskyldunni. Leiðinlegast: Taka til og ryksuga. Gæludýr: Kanínur, hamstur og gullfiskur. Skemmtilegast í vinnunni: Selja bíla. Leiðinlegast í vinnunni: Selja ekki bíla. Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Þegar það kaupir af mér bíl. En verst: Óheiðarleiki Draumastaðurinn: Njarðarbraut 13-15 (nýja Hekluhúsið). Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Tær. Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Ömmurnar Spólan í tækinu: The Jerk (Steve Martin). Bókin á náttborðinu: Bankabók. Uppáhalds blað/tímarit: Morgunblaðið. Besti stjórnmálamaðurinn: Sveinn Magni Jensson Uppáhaldssjónvarpsþáttur 19-20 á Stöð 2. Íþróttafélag: Víðir, Keflavík og Njarðvík. Uppáhaldskemmtistaður: Fabios Þægilegustu fötin: Stuttbuxur. Framtíðaráform: Selja mikið af bílum og veita góða þjónustu Spakmæli: Vertu þú sjálfur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024