Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Maður heldur áfram og stoppar ekki
    Kolbrún Júlía á útskriftinni frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
  • Maður heldur áfram og stoppar ekki
    Kolbrún ásamt foreldrum sínum, Guðfinni Newman og Önnu Kristjönu Eyfjörð Egilsdóttur.
Sunnudagur 4. júní 2017 kl. 06:00

Maður heldur áfram og stoppar ekki

-Kolbrún Júlía dúxaði með 9,74 í meðaleinkunn

„Ég hef gaman af því að læra og finnst gaman að læra nýja hluti. Þegar ég les hlutina þá festast þeir frekar hratt,“ segir Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman en í síðustu viku útskrifaðist hún frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja með hæstu meðaleinkun allra 9,74. Að frátöldu náminu er hún afrekskona í fimleikum en í fyrra hlaut hún titilinn „Fimleikakona Reykjanesbæjar“ og hefur þar að auki hlotið Íslandsmeistaratitil í hópfimleikum og unnið til verðlauna á Evrópumóti.


Árangur Kolbrúnar segir hún vera afrakstur mikils skipulags og metnaðar. „Ég á erfitt með að læra sumt og þá þarf ég rosalega mikla endurtekningu, bara að lesa aftur og aftur. Það er einmitt það sem felst í metnaðinum, að maður heldur áfram og stoppar ekki fyrr en það er komið,“ segir Kolbrún Júlía, en á skólagöngu sinni kláraði hún tvær annir með tíu í öllum sínum áföngum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá segir hún félagslífið oft hafa þurft að sitja á hakanum. „Það koma alveg tímar þar sem ég hitti ekki vinkonurnar í dágóðan tíma. En ég sinni þeim samt eins og ég get og þær skilja það.“


Í sumar mun Kolbrún starfa í Þekkingarsetrinu í Sandgerði og er byrjuð að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót sem fram fer í september. „Ég ætla að hitta vinkonur mínar í sumar og passa að vanrækja þær ekki alveg. Svo ætla ég bara að lifa lífinu.“


Aðspurð um framtíðina segist Kolbrún vilja halda áfram að læra. „Ég er að reyna að ákveða hvort ég vilji taka mér árspásu eða að fara beint í háskóla. Ég er búin að vera að hugsa um að fara í heilbrigðisverkfræði eða bara í klassísku læknisfræðina. En svo gæti það allt breyst. Mig langar bara að mennta mig, finna mér mann og gera eitthvað skemmtilegt.“


[email protected]