Lýst eftir myndavél
Lesandi hafði samband við Víkurfréttir til að lýsa eftir myndavél sem hvarf af H-punktinum á aðfararnótt sunnudags.
Á vélinni, sem er svört af Olympus gerð, voru myndir frá steggjun sem fór fram sama dag og er eftirsjáin mikil eftir þeim myndum.
Góð fundarlaun eru í boði, sérstaklega fyrir myndirnar, sem skipta miklu meira máli fyrir viðkomandi en vélin sjálf.
Frekari upplýsingar eru í síma 849 0294