Lýsir upp óperusviðið í dráttarbrautinni
Norðuróp frumsýnir óperurnar Gianni Schicchi eftir Puccini og Requiem eftir Sigurð Sævarsson næstkomandi föstudag. Sýningar á verkunum verða einungis þrjár, 10.,11. og 12. ágúst. Halldór Örn Óskarsson annast lýsinguna á sýningunni. Þegar blaðamann ber að garði hangir hann í margra metra hæð yfir sviðinu og er í óðaönn að festa kapla og fleira.
Mynd: Garðar Cortes gefur söngvurum rétta tóninn.„Jú, þetta eru nú frekar erfiðar aðstæður sem hér eru. Ég þarf að setja upp slár fyrir ljósin þvert yfir brautina og einnig meðfram veggjunum“, segir Halldór og Dröfn bætir við að þau hafi nú verið hálf hrædd um Halldór þegar hann hangir svona hátt uppi. Halldór gerir lítið úr þeirri hræðslu og segist nú vera að bíða eftir rafmagni. „Ég á von á að klára þetta fljótlega eftir helgi; vonandi næst það fyrir frumsýningu“, segir Halldór ljósamaður glottandi og klifrar aftur upp í hæstu hæðir.
Mynd: Garðar Cortes gefur söngvurum rétta tóninn.„Jú, þetta eru nú frekar erfiðar aðstæður sem hér eru. Ég þarf að setja upp slár fyrir ljósin þvert yfir brautina og einnig meðfram veggjunum“, segir Halldór og Dröfn bætir við að þau hafi nú verið hálf hrædd um Halldór þegar hann hangir svona hátt uppi. Halldór gerir lítið úr þeirri hræðslu og segist nú vera að bíða eftir rafmagni. „Ég á von á að klára þetta fljótlega eftir helgi; vonandi næst það fyrir frumsýningu“, segir Halldór ljósamaður glottandi og klifrar aftur upp í hæstu hæðir.