Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lyngbraut 8 hlaut garðaverðlaun í Garði
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 10:02

Lyngbraut 8 hlaut garðaverðlaun í Garði

Umhverfisviðurkenningar voru veittar í Garði í gær, en verðlaunahafar og aðrir áhugasamir komu saman á Flösinni og gæddu sér á góðu kaffi og meðlæti af því tilefni.


Þorsteinn Jóhannsson og Ingveldur Sigurðardóttir hlutu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð að Lyngbraut 8. Viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi hlutu Einar Sigurbjörn Jónsson að Lindartúni 2 og Bentína Jónsdóttir og Halldór Ármannson að Valbraut 9. Hvatningarverðlaun fyrir endurbætur á húsi og lóð hlaut Sóley Kristinsdóttir að Garðbraut 88 en húsið og umhverfi þess hefur tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu. Íbúar við Sunnubraut hljóta hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og heildarútlit götu.


Umhverfisnefnd Garðs lýsti ánægju sinni með það hversu snyrtilegt er umhorfs á flestum stöðum í Garðinum og vonar að sú þróun verði áframhaldandi. Einnig þótti nefndarmönnum mjög gaman að sjá hversu margar ábendingar bárust nefndinni og greinilegt að Garðbúar sýna nágrönnum sínum áhuga og vilja hrósa þeim fyrir vel unnin störf.


VF-myndir/Þorgils - Mynd 1: Verðlaunagarðurinn. Mynd 2: Verðlaunahafar samankomnir í Flösinni.

















Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024