Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lýðveldinu fagnað í Grindavík
Á myndinni má sjá t.v. Tinnu Hrönn Einarsdóttur, sem fram kom í hlutverki fjallkonu 2023 og Kristínu E. Pálsdóttur sem fyrst kvenna kom fram í hlutverki fjallkonu í Grindavík við hátíðarhöld árið 1984.
Föstudagur 23. júní 2023 kl. 10:05

Lýðveldinu fagnað í Grindavík

Þjóðhátíðardeginum var fagnað í Grindavík síðasta laugardag en í ár eru 79 ár liðin frá stofnun lýðveldisins Íslands.

Hátíðarhöld í Grindavík hófust með hátíðarstund í Grindavíkurkirkju. Þar fluttu ávörp þær Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík. Ásrúnu voru jafnréttismálin hugleikin en í máli hennar kom m.a. fram að lýðræði er alltaf samofið jafnrétti. Elínborg fjallaði m.a. um mikilvægi málfrelsis sem þjóðin þarf að höndla með virðingu, ábyrgð og kærleika. Þá söng Kirkjukór Grindavíkur ættjarðarlög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá árinu 1984 hefur fjallkona, tákngervingur Íslands, komið fram við hátíðarhöld í tilefni af 17. júní í Grindavík. Í ár var Tinna Hrönn Einarsdóttir í hlutverki fjallkonu Íslands. Hún er sú fertugasta til að klæðast búningnum.

Eftir hádegi var íbúum og gestum boðið í Kvikuna. Þar gátu börn hoppað í hoppuköstulum, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu. Þá var boðið upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins.