Lýðheilsugöngur í Reykjanesbæ
Fjölmenni var í fyrstu lýðheilsugöngu í Reykjanesbæ en í henni var farið að Reykjanesvita þar sem gönguhópurinn var fræddur um sögu svæðisins, framtíðarpælingar og uppbyggingu.
Fjórar lýðheilsugöngur verða í Reykjanesbæ í upphafi sumars. Göngurnar eru um ein til tvær klukkustundir eftir veðri og aðstæðum og eru öllum að kostnaðarlausu. Leiðsögumaður er Rannveig Lilja Garðarsdóttir ásamt góðum gestum. Mæting í allar göngurnar er aftan við ráðhús Reykjanesbæjar kl. 18:30 þar sem sameinast verður í bíla og ekið að upphafspunkti.
Næstu göngur verða 14. júní þar sem Garðskagi verður genginn að Kirkjubóli, 21. júní verða brunnarnir í Innri-Njarðvík skoðaðir og fræðst um sögu þeirra. Síðasta ganga verður um Leiruna 5. júlí.