Lúrað á Smíðavöllum
Það getur verið ágætt að hvíla sig aðeins og láta hugann reika þegar mikið er að gera. Það var svo sannarlega uppi á teningnum þegar Víkurfréttir litu við á Smíðavöllum í Reykjanesbæ á dögunum. Þar voru margar hendur að smíða nokkra kofa og hamarinn, sögin og önnur verkfæri léku vel í höndum ungu smiðanna.
Bjartmey 6 ára, Ástrós 7 ára, Andrea 7 ára og Björn 6 ára sögðu að það væri gaman á Smíðavöllunum. Þegar þau voru spurð hvernig kofa þau væru að smíða stóð ekki á svari: „Bara venjulegan kofa. Þú sérð það maður!“
Myndir: Frá smíðavöllum í Reykjanesbæ. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.