Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lundur: Vel sótt fjölskyldumeðferð
Miðvikudagur 28. janúar 2009 kl. 10:22

Lundur: Vel sótt fjölskyldumeðferð



Góð aðsókn var um helgina í meðvirkni- og fjölskyldumeðferð sem Lundur stóð fyrir í saminnu við SÁÁ.  Meðferðin er einkum ætluð aðstandendum alkóhólista/fíkla og einig alkóhólistum í bata sem telja sig þurfa að taka á meðvirkni sinni.
Í meðferðinni er leitast við að auka þekkingu og skilning á vímuefnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrifum á fólk sem er í návígi við sjúkdóminn.
Dagskráin stóð yfir í laugardag og sunnudag og var skipt upp í hópastarf og fyrirlestra.

Að sögn Erlings Jónssonar, forstöðumanns Lundar, var meðferðin fullbókuð um helgina og er stefnt að því að endurtaka hana með vorinu. Þeir sem hafi áhuga geti því haft samband við Lund.

Heimasíða: www.lundur.net

VFmynd/elg
.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024