Lundur - Forvarnarverkefni: Kynning á morgun
Forvarnarverkefnið Lundur í Reykjanesbæ verður með kynningu á starfsemi sinni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á morgun frá kl. 11 til 11.30. Þar verður talsmaður Lundar ásamt Herði Oddfríðarsyni, ráðgjafa. Þessi kynning er hluti af forvarnarviku í Reykjanesbæ, en margvíslegar kynningar og uppákomur hafa verið um bæinn síðustu daga og verður svo út föstudag.
Klukkan 17.30 hefst svo opið hús hjá Lundi í 88-húsinu þar sem Erlingur Jónsson, forsvarsmaður Lundar kynnir verkefnið og svarar spurningum gesta. Frá kl. 18 til 19 verða þar aðilar með reynslusögur.
Allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfið. Kaffi á könnunni.
VF-mynd úr safni: Erlingur í pontu í 88-húsinu.
Klukkan 17.30 hefst svo opið hús hjá Lundi í 88-húsinu þar sem Erlingur Jónsson, forsvarsmaður Lundar kynnir verkefnið og svarar spurningum gesta. Frá kl. 18 til 19 verða þar aðilar með reynslusögur.
Allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfið. Kaffi á könnunni.
VF-mynd úr safni: Erlingur í pontu í 88-húsinu.