Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Lúðrasveit TR vakti lukku í höfuðstöðvum NASA
Fimmtudagur 6. nóvember 2008 kl. 11:39

Lúðrasveit TR vakti lukku í höfuðstöðvum NASA



Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar vakti mikla lukku í bandarísku geimferðamiðstöðinni (Kennedy Space Center), bækistöðvum NASA á Flórída, þar sem sveitin kom fram. Sveitin spilaði í gestamiðstöð stöðvarinnar og fengu gestir að njóta fjölbreyttrar tónlistar allt frá Mamma Mía til Blues Brothers,  eins og segir í frétt frá Kennedy Space Center. Að sjálfsögðu fengu gestir einnig að heyra íslenskra tónlist.
Eftir tónleikana eyddu meðlimir lúðrasveitarinnar deginum í gestamiðstöðinni þar sem þeir kynntust undraveröld himingeimsins m.a. í sérstökum geimskutluhermi, segir í fréttinni.

Meðfylgjandi mynd frá Kennedy Space Center er tekin við þetta tækifæri.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25