Lúdómeistaramótið í dag
Það kom fram á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ fyrir helgi að mikil uppbygging ætti sér nú stað í bæjarfélaginu. Var því hrósað úr öllum áttum. Böðvar Jónsson, sjálfstæðisflokki, sagði uppbygginguna ánægjulega og benti á að verktakar af höfuðborgarsvæðinu, sem ekki hafi áður byggt á svæðinu, hafi séð ástæðu til að hrósa bæjaryfirvöldum. Væru þeir ánægðir með hversu fljótt hlutirnir væru afgreiddir af yfirvöldum hér syðra - eitthvað sem þeir hafi ekki vansit á höfuðborgarsvæðinu.