Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 3. júní 1999 kl. 22:43

LÚÐAR SÆKJA LÚÐUR HEIM

Lúðar sækja lúður heim Rétt fyrir miðnætti síðasta laugardags var lögreglan í Grindavík kölluð til Hafrannsóknarstofnunar Íslands og Fiskeldisstöðvar Eyjafjarðar að Stað skammt vestan Grindavíkur. Sex ungir Grindvíkingar á aldrinum 16 til 26 ára voru handteknir í bifreið á leið af vettvangi og reyndust þeir allir ölvaðir nema ökumaðurinn. Að Stað er meðal annars sérstakt rannsóknarverkefni á hrygningarlúðum og höfðu mennirnir skrúfað fyrir rennsli í 50 rúmmetra rannsóknarker, eyðilagt öryggislæsingu kersins og unnið skemmdir á ytra byrði þess. Fjórar lúður ( milli 15-30 kg. stk.) höfðu verið drepnar og u.þ.b. 8 stk. særðar auk þess sem fleiri fiska vantaði við talningu. Að auki lokuðu skemmdarvargarnir fyrir rennsli í annað 50 rúmmetra ker og drápu með því u.þ.b. eitt tonn af þorski. Að sögn lögreglu hugðust mennirnir stela fiskinum og selja í í ákveðið veitingahús í Hafnarfirði. Töldu þeir sig geta fengið eðalvagn og áfengi að launum. Í mínu ungdæmi (blm. VF) var helst eltst við fallegar stúlkur um helgar en eins og máltækið segir „Lúðar sækja lúður heim“ eða þannig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024