Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lopapeysuþorrablót á Paddy's á laugardag
Föstudagur 21. janúar 2011 kl. 10:30

Lopapeysuþorrablót á Paddy's á laugardag

Lopapeysuþorrablót verður á veitingastaðnum Paddy's í Keflavík laugardaginn 22. janúar og hefst borðhald kl. 20. Miðaverð er 3900 krónur og lýkur miðasölu í dag. Þorramaturinn kemur frá Réttinum hjá Magga.

Böðvar víkingur helgar blótið. Hugleikur Dagsson verður með uppistand. Elana frá New York tekur nokkur lög. Krakkarnir úr Hellvar taka órafmögnuð lög. Addi trúbbi mætir sem gestur, en ef þú kaupir handa honum viskí þá breytist hann í glymskratta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heiða og Elvar eru veislustjórar. Ef þú telur þig fyndna/fyndinn þarftu að setja þig í samband við þau. Hobbitarnir og Föruneytið leika svo fram á morgun.


Myndin: Tími þorrablótanna byrjar í dag.