Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lopapeysureggí á Center á morgun
Fimmtudagur 1. september 2011 kl. 16:05

Lopapeysureggí á Center á morgun

Á föstudagskvöldið munu eftirlætis synir Reykjanesbæjar úr stórhljómsveitinni Hjálmum mæta á Center við Hafnargötu og bjóða uppá allt sitt besta efni, og er alveg klárt mál að það verður húsfyllir og vel það, enda erum við að tala um eitt vinsælasta band seinni ára hérlendis.

Tónleikunum verður varpað á skjái á veggnum víðsvegar um staðinn þetta kvöld þannig að menn ættu ekki að missa af neinu þó þeir þurfi að skvetta aðeins af sér eða fara út í reykpásu, Hjálmarnir mögnuðu verða út um allt hús. Eftir þeim mun útvarps og partýhundurinn DJ Frigore taka við keflinu og halda stemmningu áfram alla nóttina.

Húsið opnar kl 20:00 en Hjálmar stíga á stokk um miðnætti og er á miðinn á 1500 krónur á þessi herlegheit.
Forsala á miðum á Hjálma verður í versluninni KODA KEFLAVIK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024