Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lokaþáttur Ara Trausta um Reykjanesið
Þriðjudagur 27. ágúst 2013 kl. 09:26

Lokaþáttur Ara Trausta um Reykjanesið

Þriðji og síðasti þáttur Ara Trausta Guðmundssonar um Reykjanesið, Upplifun við bæjardyrnar, er á dagskrá RÚV kl. 20:15 í kvöld, þriðjudag. Afar áhugavert efni er í þættinum: 

Ari Trausti fer á ljóðakvöld í Garðskagavita þar sem Anton Helgi Jónsson fer með ljóð. Rætt er við Bjarna Thor Kristinsson óperusöngvara í Garðinum, sýnt frá listahátíðinni Ferskir vindar og frá Ljósanótt í Reykjanesbæ og listamaðurinn Hafis Bertschinger fremur gjörning í Krísuvík. Ari Trausti fjallar um Kleifarvatn og neðanvatnshveri þar, gossprungur, hraunrennsli og eldgos, fer í Húshólma og útskýrir hvað þar er að finna. Þá fer hann í hellaskoðun og hittir Eivöru Pálsdóttur sem tekur lagið. Ari Trausti fjallar um háhitasvæði, ræðir við Ómar Ragnarsson um virkjanir á Reykjanesskaganum, veltir fyrir sér framtíð Reykjaness sem ferðamannastaðar og ræðir við Reyni Ingibjartsson um gönguleiðir á Reykjanesskaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024