Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lokasýningar á söngleiknum GRÍS
Miðvikudagur 30. október 2013 kl. 09:22

Lokasýningar á söngleiknum GRÍS

Um helgina verða lokasýningar á söngleiknum GRÍS sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi í Frumleikhúsinu undanfarnar vikur.

Sýningin hefur fengið þrusugóða dóma og fólk á einu máli um að þarna séu á ferðinni hæfileikarík ungmenni sem eiga framtíðina fyrir sér í leiklistinni, dansinum og söngnum.  

Það eru þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem leikstýra verkinu.

Lokasýningar verða á laugardaginn og sunnudaginn kl.16.00. Miðaverð er kr.2.000 en 15 ára og yngri borga 1.500.

Miðapantanir eru í síma 421 2540.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024