Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lokasýningar á Sex í sveit hjá Leikfélagi Keflavíkur
Þriðjudagur 25. nóvember 2008 kl. 13:56

Lokasýningar á Sex í sveit hjá Leikfélagi Keflavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikfélag Keflavíkur auglýsir lokasýningar á farsanum Sex í sveit sem sýnt er í Frumleikhúsinu. Leikritið hefur hlotið frábæra dóma og þykja leikarar fara á kostum og fara áhorfendur af sýningunni hreinlega með krampa í andlitsvöðvunum eftir stanslausan hlátur. Þeir sem ekki hafa náð að sjá verkið fá nú lokatækifæri en seinustu sýningar verða föstudaginn 28. nóv. og sunnudaginn 30. nóv. Sýningarnar hefjast kl. 20.00. Hægt er að panta miða í síma 4212540. ( Sjá nánar auglýst í Víkurfréttum á fimmtudag.)