Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lokasýningar á hryllingssöngleiknum HIN ILLA DAUÐU í Frumleikhúsinu
Þriðjudagur 14. apríl 2009 kl. 15:00

Lokasýningar á hryllingssöngleiknum HIN ILLA DAUÐU í Frumleikhúsinu


Nú um helgina verða loksýningar hjá Leikfélagi Keflavíkur á hryllingssöngleiknum Hin illa dauðu. Leikfálagið þurfti að leigja ýmsan tæknibúnað fyrir þessa sýningu og er leigutíminn útrunninn. Þetta verða því allra síðustu sýningar og lokatækifæri fólks til að sjá þetta frábæra verk sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda.

Sýningin tekur þátt í samkeppninni um áhugaverðustu áhugaleiksýningu ársins hjá Þjóðleikhúsinu og tilkynnt verður í byrjun maí hvaða sýning verður fyrir valinu.

Leikfélagið mun að loknum þessum sýningum æfa upp leikritið Sex í sveit sem sýnt verður á einni stórri sýningu í Andrews Theater fyrir Flugger fyrirtækið þann 30. apríl nk. Eftir það munu félagar taka leikhúsið í gegn, mála, fara í gegnum búninga, flytja til dót, þrífa ofl. skemmtilegt.

Hauststarfið hefst svo að sjálfsögðu eftir sumarfrí en þá verður að öllum líkindum ráðist í uppsetningu á barnasöngleik en leikfélagið fékk til þess styrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024