Heklan
Heklan

Mannlíf

Lokasýningar á Hamagangur í hellinum
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 16:33

Lokasýningar á Hamagangur í hellinum

Nú um helgina fara fram lokasýningar á jólaleikriti Leikfélags Keflavíkur. Verkið er unnið upp úr öðru leikriti en stytt og staðfært á skemmtilegan hátt af leikhópnum sjálfum. Ýmsar kunnuglegar og litríkar persónur munu koma fram í verkinu sem gerist í helli Grýlu og Leppalúða þar sem jólasveinarnir undirbúa komu jólanna ásamt foreldrum sínum og gæludýrum. Þrír kettir taka þátt í sýningunni; gamli jólakötturinn, nýi jólakötturinn og einn alvöru köttur.

Aðein tvær sýningar eru eftir og verða þær laugardaginn 14.desember kl.14.00 og 16.00.
 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25