Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Sandgerði
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2016 í Reykjanesbæ og Sandgerði verður haldin á sal Grunnskóla Sandgerðis, miðvikudaginn 2. mars kl. 16:30:
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun.
Á hátíðinni koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í um tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Bryndís Böðvarsdóttir og Guðmundur Böðvarsson.
Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og er því 20 ára í ár.