Lokadagur Vinnuskóla Reykjanesbæjar
Vinnuskólinn í Reykjanesbæ hélt lokahóf fimmtudaginn 31.júlí. Stjórnendur og nemendur gerðu sér glaðan dag, pylsur voru grillaðar ofan í manskapinn og boðið upp á gos og krökkunum boðið á bíósýningu í Sambíóin í Keflavík.
Eftir sýninguna var öllum smalað á grasflötina fyrir neðan Hafnargötuna og boðið uppá grill og gos.
Að lokum voru valdnir bestu vinnuhópar sumarsins á B-tímabili sem fengu að launum pizzaveislu með leiðbeinanda sínum.
Að sögn Rögnu Þyríar Daggar, yfirleiðbeinanda Vinnuskóla Reykjanesbæjar, ríkti mikil gleði og voru nemendur sem stjórnendur Vinnuskólans afar ánægðir með daginn og sumarið.