Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lok sýningar Ásu
Mánudagur 11. október 2004 kl. 15:28

Lok sýningar Ásu

Sýningu Ásu Ólafsdóttur í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum lýkur nú um helgina.  Á sýningunni má sjá verk unnin með fjölbreyttri tækni sem unnin eru á árunum 1991-2004 og gefst þar kostur á að sjá þróun Ásu í vefnaði, málun, útsaumi, collage og þrívíðum verkum.  Ása er einkum þekkt fyrir að hafa verið einn af frumkvöðlum þess að kynna fyrir Íslendingum vefnað sem listform og í dómi í Morgunblaðinu 6. okt. s.l. mátti lesa eftirfarandi um vefnaðinn Morgun: “Þar koma saman hrífandi og sterkir litir, sterk heildarmynd og forvitnileg smáatriði svo myndin sómir sér vel innan íslenskrar landslagsmyndgerðar.”  Alls sýnir Ása 73 verk á þessari sýningu.

Eins og áður sagði lýkur sýningunni sunnudaginn 17. okt. og er safnið opið alla daga frá kl. 13.00-17.30.  Ása Ólafsdóttir verður sjálf á staðnum báða helgardagana frá kl. 14.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024