Lok, lok og læs og allt... opið?
Það eru sannarlega andstæður í þessari ljósmynd sem myndasmiður Víkurfrétta smellti af á ferð sinni um Vallarheiði á dögunum. Þennan rauða stút sá myndasmiðurinn standa upp úr jörðinni og nokkra aðra áþekka á sama svæði. Á þeim stendur augljóslega að OPEN eða opið. Hins vegar gefa hengilásar annað til kynna. Það eru því sannarlega andstæður í þessu: Opið en harðlæst!
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson