Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lögreglan krúttar yfir sig
Þriðjudagur 24. júní 2014 kl. 11:31

Lögreglan krúttar yfir sig

Lögreglan á Suðurnesjum krúttaði yfir sig á Fésbókinni í gær þegar hún sendi frá sér ljósmynd af lögreglukonu með æðarunga sem hafði fundist í ræsi við lögreglustöðina í Keflavík. Unginn var móðurlaus og góð ráð dýr.

Auglýst var eftir heimili fyrir ungann og lögreglan var ekki lengi að finna nýtt heimili fyrir hnoðrann sem nú syndir um á tjörn með nýrri móður og sex systkinum. Fylgir sögunni að unganum hafi verið tekið vel af fósturmóðurinni og öðrum ungum á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024