Lögreglan komin í smalamennsku
Myndband lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem hestar leika aðalhlutverk
Lögreglumönnum er margt til lista lagt. Þau eru misjöfn útköllin sem lögreglan á Suðurnesjum þarf að sinna en oft á tíðum geta þau verið bráðskemmtileg. Á dögunum fengu lögreglumenn tilkynningu um óboðna gesti í garði við Kirkjuveg í Reykjanesbæ. Þegar laganna verðir mættu á vettvang þá kom í ljós að þessir óboðnu gestir voru í mestu makindum að gæða sér á grastuggu í garðinum. Eins og segir í færslu lögreglu: „Hvorugur lögreglumannanna hafði komið nálægt svona skepnum áður en annar hafði nokkrum sinnum séð sér eldri menn „gobbagobba“ á svona dýr. Þarna var semsagt um að ræða tvö hross sem höfðu skellt sér í bæjarferð,“ en brugðið var á það ráð að smala hrossunum aftur upp í hesthús úr lögreglubílnum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.