Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lögreglan ánægð með Ljósanótt
Sunnudagur 6. september 2009 kl. 12:22

Lögreglan ánægð með Ljósanótt


Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt 2009 lýkur í dag, sunnudag.  Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig.  Mikill fjöldi fólks var í miðbænum á laugardagskvöldinu en engin alvarleg mál komu upp. Talið er að um 40 þúsund manns hafi sótt hátíðarhöldin í gær.


Líkt og undanfarin ár var rekið ungmennaathvarf í samstarfi félagsmálayfirvalda, lögreglu og foreldrafélaga grunnskóla í Reykjanesbæ.  Afskipti voru með minna móti en um 20 ungmenni voru færð í athvarfið vegna ölvunar og útivistarbrota, að sögn lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Skemmtanahaldið í miðbænum í gærkvöldi gekk einnig vel fyrir sig þannig að engin alvarleg mál komu upp.  Þrír gistu fangahús vegna ölvunar.


Hörð aftanákeyrsla varð á Reykjanesbraut rétt eftir miðnætti.  Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar áverka.
18 ára ökumaður var sviptur ökuleyfi undir morgun eftir að hafa verið mældur á 180 km hraða á Reykjanesbraut á móts við Innri-Njarðvík.


Í heild sinn er lögreglan ánægð með allt skipulag í tengslum við hátíðina.  Í tilkynningu frá lögreglu segir að samstarf aðila sem komu að öryggismálum s.s. lögreglu, björgunarsveita, sjúkraliðs, landhelgisgæslu og starfsmanna Reykjanesbæjar hafi verið gott eins og undanfarin ár og dagskrá með þeim hætti að hátíðin standi vel undir nafni sem menningar- og fjölskylduhátíð.  Vill lögreglan á Suðurnesjum þakka öllum fyrir gott samstarf.

---

VFmynd/elg