Lögmaðurinn leikinn með knöttinn!
Fjölmargar þjóðþekktar persónur voru samankomnar í Reykjaneshöllinni á föstudagskvöldið til að leika knattspyrnu. Sumir þeirra sem þarna voru eru þekktir af knattspyrnuleik en aðrir eru betur þekktir úr fjölmiðlum fyrir annað en knattspyrnu. Í Reykjaneshöllinni mátti sjá kappa eins og Ásgeir Sigurvinsson, einn þekktasta atvinnumann Íslands í knattspyrnu og Þorstein Ólafsson, sem jafnframt er kunnur fyrir knattspyrnuiðkun og þjálfun. Aðrir kappar, ekki minna þekktir, voru einnig á svæðinu.Þannig var Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV og fyrrum fréttamaður á Stöð 2, hlaupandi um allt hús. Þá vakti Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, athygli fyrir knattleikni sína. Hann er á meðfylgjandi mynd að taka aukaspyrnu, sem endaði með marki...!
VF-mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Hilmar Bragi