Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Logi í beinni, Ásdís Rán og Jón Ársæll á árshátíð Heiðarskóla
Föstudagur 25. mars 2011 kl. 11:53

Logi í beinni, Ásdís Rán og Jón Ársæll á árshátíð Heiðarskóla

Árshátíðir skólanna standa yfir þessa dagana. Í morgun voru þjóðþekktar persónur á sviðinu í Heiðarskóla, Logi í beinni, Ásdís Rán í viðtali hjá Jóni Ársæli, Kalli Berndsen tískulögga, mannasiðir Gilz og fleiri.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Þetta fólk var reyndar ekki í eigin persónu heldur tóku krakkarnir úr sjötta bekk nokkur skemmtileg atriði úr sjónvarpinu og gerðu eigin útgáfu af ýmsum þáttum og atriðum.
Hápunkturinn í Heiðarskóla er þó án efa frumsýning leikritsins „Ekkert rugl-bara rokk!“. Aukasýning á því verður sunnudaginn 27. mars kl. 16.

Víkurfréttir hvetja skólana á Suðurnesjum að senda myndir frá árshátíðum sínum á netfangið [email protected].

„Jón Ársæll“ ræðir við „Ásdísi Rán“ sem sagðist vera lang sætust og „gordsjöss“.  Efsta mynd: Logi í beinni á sviðinu í Heiðarskóla.

Kalli Berndsen umbreytir fólki enda svaka tískulögga.

Mannasiðir Gilz eru ómissandi á árshátíð.

Það voru ekki bara sjónvarpsstjörnur á Heiðarskóla árshátíðinni. Rauðhetta í nútíma útfærslu var skemmtilegt atriði.

Fjöldi foreldra og ættingja fylgdust með skemmtilegum atriðum krakkanna í Heiðarskóla.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25