LÖGGUFRÉTTIR
Hótel lögregla?Gistiþjónusta lögreglunnar átti rólega helgi en þó þurftu tvö gistingu. Þannig vildi til að lögreglan var kölluð í gleðskap þar sem fjarlægja þurfti gestkomandi karlmann og vista hann í fangaklefa. Undir morgunn mætti „betri helmingurinn“ á lögreglustöðina ölvuð og æst og linnti ekki látum fyrr en dyrnar lokuðust á klefanum við hlið karlsins.Varalyklarnir týndir?Tilkynnt var um bílþjófnað í Garði sl. föstudagskvöld. Ekki var um kæruleysi að ræða og bifreiðin sögð læst. Bifreiðin fannst síðdegis á laugardegi við Baldursgarð í Keflavík. Lokuð, læst og án kveikjuláslykla. Vill svo til að gleðskapur var í húsi bíleigandans á föstudegi og varalyklarnir hurfu.