Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Löggubíll með rautt nef og horn
Rúdólf með rauða nefið á eftirliti við Krossmóa nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 21. desember 2012 kl. 11:24

Löggubíll með rautt nef og horn

Einn af lögreglubílum lögreglunnar á Suðurnesjum er með skrautlegasta móti í dag. Hann er með rautt nef og hreindýrshorn.

Lögregluþjónar á vaktinni í dag eru í sannkölluðu jólaskapi og kalla lögreglubílinn Rúdólf, til heiðurs þekktasta hreindýri jólasveinsins.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar lögreglumenn voru á eftirliti við Krossmóa nú í morgun.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Löggubíll með horn. Gerist ekki flottara.