Mánudagur 21. maí 2012 kl. 09:45
Löggan skoðaði hjól og hjálma
Leikskólinn Háaleiti á Ásbrú var með hjóladag og fékk hana Þuríði, sem er stöðvarstjóri á hverfisstöðinni á Ásbrú til að koma og skoða hjól og hjálma hjá börnunum.
Í júní ætlar leikskólinn að vera með hjóladag á hverjum miðvikudegi og þá geta börnin komið með hjólin sín í skólann.