Löggan gaf hundinum súkkulaðitertu og pönnsu
Lögreglan á Suðurnesjum er ekkert að grínast en hún kvaddi fíkniefnaleitarhundinn sinn með því að baka fyrir hana súkkulaðitertu og rjómapönnuköku.
Í færslu á Facebook 31. okt. sl. kemur fram að Clarissa hafi byrjaði að vinna fyrir lögregluna fyrir 8 árum og hafi skilað góðu starfi. Hún hlaupi í öll verkefni og fari hraðar yfir en margir aðrir.
„Clarissa hefur fundið ótrúlega mikið magn af fíkniefnum í gegnum tíðina en nú er aldurinn farinn að segja til sín og er því komið að leiðarlokum hjá henni og viljum við nota þetta tækifæri til að þakka henni og umsjónarmanni hennar fyrir vel unnin störf í gegnum árin og við vonum að hún njóti eftirlauna áranna vel og „leyfi sér soldið“
Clarissa var kvödd með súkkulaðiköku og rjómapönnsu við lok vaktarinnar í dag,“ segir að lokum í pistlinum.