Lögðu meistarana í fyrstu umferð
Grindvíkingar fóru vel af stað í Útsvarinu þetta árið með því að leggja að velli meistara síðasta árs, nágranna sína frá Ölfusi. Leikar fóru 83-79 Grindavík í vil eftir æsispennandi keppni.
Með sigri eru Grindvíkingar þegar komnir í 8- liða úrslit en keppnin hefur verið stytt þetta árið. Lið Grindavíkur skipa þau Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir en þau voru einmitt í sigurliði Grindavíkur árið 2012.