Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lögðu blómsveig við minnismerki sjómanna
Miðvikudagur 7. júní 2023 kl. 13:19

Lögðu blómsveig við minnismerki sjómanna

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ síðasta sunnudag. Sjómannamessur voru haldnar í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju þar sem séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, prédikaði. Á Hvalsnesi aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveitinni Sigurvon við að leggja blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Að Útskálum komu slysavarnakonur úr Unu í Garði um athöfnina. Þá var haldin sjómannamessa í Duus safnahúsum eins og hefð er orðin fyrir. Þar prédikaði séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkursóknar. Eftir athöfnina þar var gengið með blómsveig að minnismerki sjómanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024