Lög unga fólksins: tvær sýningar í Andrews í dag
-hátíðartónleikar Ljósanætur
Í dag verða tvær sýningar á Lögum unga fólksins í Andrews leikhúsi á Ásbrú. Sú fyrri hefst kl. 16:00 og sú seinni kl. 20:00.
Sýningin fékk frábærar viðtökur á frumsýningu þar sem 500 gestir nutu þess að rifja upp 30 ára sögu þessa vinsæla útvarpsþáttar þar sem senda mátti inn kveðju með lagi.
Skoðuð er sú togstreita og þau átök sem urðu milli þeirra ungu og hinna sem eldri voru. „Hvar er Tom Jones?“ heyrðist þá iðulega þegar þau eldri könnuðust ekki við lögin sem spiluð voru. Flutt verða lög frá 1965 – 1982 og tímaferðalagið heldur áfram.
Söngvarar sýningarinnar eru stuðmaðurinn Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Auk þess má nefna stórhljómsveit undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar en sögumaður er Kristján Jóhannsson.
Miðaverð er kr. 5.300 og er miðasala á midi.is.