Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lofa frábærum tónleikum
Fimmtudagur 20. mars 2014 kl. 13:34

Lofa frábærum tónleikum

– blása til stórtónleika í Grindavík á laugardagskvöld

Jónas Sig, Fjallabræður, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar blása til stórtónleika, í orðsins fyllstu merkingu, í íþróttahöllinni á laugardaginn kl. 20:30, húsið opnar kl. 19:30. Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyjar mun stýra sveitunum tveimur á tónleikana. „Þetta verða frábærir tónleikar, ég get alveg lofað því. Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja höldum tónleikana í samstarfi við Þorlákshöfn þannig að það er mikið undir hjá okkur. Það er ótrúleg tilviljun að tónleikana skuli bera upp á 75 ára afmæli Lúðrasveitar Vestmanneyjum upp á dag ," sagði Jarl í samtali við heimasíðuna.

Forsala miða fer fram í Aðal-braut (verð 3.900) og verða miðar seldir í forsölu fram að tónleikum.

Jafnframt verður miðasala í íþróttahúsinu í kvöld á leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar.

„Það eru á annan tug laga á lagalistanum en Jónas Sig er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og lag hans, Hafið er svart, var eitt það vinsælasta í fyrra. Platan hans, Þar sem himinn ber við, rokseldist en við munum líka taka eldri lög eftir hann. Hann kemur með hljómsveit með sér en allt í allt verða um 130 tónlistarmenn á sviðinu í einu því Fjallabræður bætast við en þeir hafa auðvitað slegið í gegn undanfarin misseri. Þessir fjórir aðilar hafa spilað sitt á hvað en aldrei allir saman á sömu tónleikunum, fyrr en núna," segir Jarl.

Íþróttasalurinn tekur um 750 manns og segir Jarl mikilvægt fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma.

Þið hafið væntanlega æft stíft undanfarið?
„Já við höfum gert það. Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur auðvitað spilað sjö sinnum áður með honum, fjórum sinnum í Reiðhöll Þorlákshafnar á útgáfutónleikum og var uppselt á þá alla. Auk þess komu sveitirnar tvívegis fram á Bræðslunni og svo á Landsmóti lúðrasveita og á þrettándanum í Eyjum. Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja komum núna í hádeginu vegna verkfallsins á Herjólfi og æfum í kvöld, á morgun og á laugardaginn. Svo verður bara talið í á laugardaginn og þetta verður mikil upplifun enda Jónas frábær tónlistarmaður, Fjallabræður engum líkir og Lúðrasveitir Vestmannaeyja og Þorlákshafnar tvær bestu lúðrasveitir landsins," sagði Jarl að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrettándahamingjan er hér - Jónas Sigurðsson í Höllinni 04.01.2014 from Sigva Media on Vimeo.