Lödur fluttar í heimahagana
Þessi skemmtilega mynd er úr safni eldri mynda hjá Víkurfréttum. Fiski úr Barentshafi var landað í Keflavíkurhöfn úr rússnesku flutningaskipi árið 1990, eða fyrir rúmum þrjátíu árum. Rússarnir notuðu ferðina til að fylla skipið af eldri bifreiðum sem framleiddar höfðu verið í Rússlandi. Eðalvagnar á heimleið. Þarna má sjá Lödubifreiðar vel skorðaðar uppi á brúarvængnum, aftan við stýrishúsið.