Lodduganga og diskótek í kvöld
Skemmtilegir viðburðir á Sandgerðisdögum í kvöld
Sandgerðisdagar eru í fullum gangi þessa dagana en hátíðin hófst á mánudaginn. Ýmsir viðburðir hafa verið á dagskrá og er veislunni alls ekki lokið. Í kvöld er ýmislegt í boði fyrir börn og fullorðna.
Loddugangan vinsæla fer fram í kvöld og hefst gangan hjá Vörðunni kl. 20, en hún er fastur liður á Sandgerðisdögum. Gangan er aðeins ætluð 20 ára og eldri en í henni eru farið í vísindaferð um Sandgerði og stoppað á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem boðið er upp á veitingar. Hér má sjá myndir frá Loddugöngunni í fyrra.
Yngstu börnin fá einnig eitthvað við sitt hæfi en frá kl. 17-19 verður diskótek í Skýjaborg.
Á Mamma Mía verður dansað frá 22-01 en þar munu Sjonni og Vigga halda uppi stuðinu. Aðgangseyrir er 1000 kr.