Ljúfir tónar í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt - video

Það var sannkölluð hátíð í bæ í Höfnum á sunnudag á Ljósanótt en þá voru tónleikar í Kirkjuvogskirkju þar sem Elíza Geirsdóttir Newman og KK komu fram.

Menningarfélagið í Höfnum var með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt en þar kenndi margra grasa eins og áður. Í þetta sinn fengu gestir innsýn inn í líf og list Hafnarbúans. Hvernig hann upplifir sig og sitt nánasta umhverfi. Hvað brýst fram og rekur á land umheimsins í beljandi rokinu.

Valgerður Guðlaugsdóttir mun sýndi röð vatnslitamynda sem hún nefnir „Ég sé rautt“ og er upplifun hennar á umhverfi sínu. Þá var í boði nýr varningur frá Menningarfélaginu, m.a. sérstakir Hafnabolir, derhúfur og póstkort. Hafnir eiga marga velunnara og aðdáendur.

Sjónvarp Víkurfrétta sýndi frá tónleikunum og ræddi við Elízu fyrir þá. Það má sjá í meðfylgjandi innslagi af Facebook síðu Víkurfrétta.